Algengar spurningar
Svör við öllum þínum spurningum.

Hvað er skrifstofa með þjónustu?
Einkaskrifstofa er fullbúin með öllu sem þú þarfnast til að ná árangri. Þessar skrifstofur eru undir umsjón þjónustuveitu og með því að leigja slíka skrifstofu losnar þú við allt umstangið sem fylgir því að reka eigin skrifstofu. Yfirleitt fylgir miðlæg móttaka með starfsfólki, húsgögn, öll aðstaða, símar, þráðlaust net og þrifaþjónusta. Oft er aðgangur að eldhúsi og setustofu og hægt að bæta við ýmisskonar viðbótarþjónustu gegn greiðslu eftir þörfum.
Það eina sem þú þarft að gera er að velja þá staðsetningu sem þú kýst helst og finna skrifstofu með þjónustu í boði með sveigjanlegum leigutíma.
Við hverju má ég búast ef ég sendi inn fyrirspurn?
Easy Offices eru til staðar fyrir þig alla leið. Þegar þú sendir inn fyrirspurn á netinu hafa sérfræðingar okkar samband til að átta sig betur á hvers konar skrifstofa hentar þér best. Að því loknu tökum við saman yfirlit yfir hentugar skrifstofur með hliðsjón af þínum þörfum. Við skipuleggjum einnig skoðunarheimsóknir á þá staði sem þér líst vel á og aðstoðum þig við að finna fullkomna skrifstofu með þjónustu eða sameiginlegt vinnusvæði.
Hvers vegna er þjónusta ykkar gjaldfrjáls?
Nýttu þér sérþekkingu okkar án endurgjalds næst þegar þú leitar að skrifstofu til leigu. Þegar viðskiptavinur ákveður að leigja skrifstofu sér þjónustuveita vinnusvæða um að greiða okkur. Því greiðir þú sama gjald fyrir sameiginlega aðstöðu eða skrifstofu með þjónustu hvort sem þú nýtir þjónustu fulltrúa eða ekki.
Hvers konar skrifstofur eru í boði?
Við höfum mikið úrval af nútímalegum einkaskrifstofum og sameiginlegum vinnusvæðum á skrá. Hægt er að leigja þessi rými til lengri eða skemmri tíma. Þannig getur þú skapað fyrirtækinu þínu nafn á góðum stað um leið og þú nýtur fullkomins sveigjanleika.
Við erum með mikið úrval nútímalegra skrifstofa með fundaraðstöðu. Við erum með lausnina, hvort sem þú þarft litla einkaskrifstofu, stóra skrifstofu með fundaraðstöðu eða bara einfalda skrifstofu með umsjón.
Er lágmarkstími á skráningu?
Lágmarksleigutími hjá þjónustuveitum vinnusvæða fyrir skrifstofur með þjónustu er misjafn og fer eftir gerð þess rýmis sem þú velur. Hjá sumum þjónustuveitum er lágmarksleigutími vinnusvæða aðeins einn mánuður, leigutími er þó að meðaltali um 12 mánuðir.
Hvað þarf ég stóra skrifstofu?
Það getur verið snúið að ákvarða hve mikið skrifstofurými þú þarft, sér í lagi ef fyrirtækið þitt tekur hröðum breytingum. Með Easy Offices er auðveldara að finna réttu skrifstofuna fyrir teymið þitt – þú lætur okkur einfaldlega vita hve margir starfsmenn þurfa að nota aðstöðuna og við sjáum um afganginn.
Hvað þarf ég að vita áður en ég skoða skrifstofu?
Þegar þú hefur fundið skrifstofu sem þú hefur áhuga á að skoða mun þjónustuveitan sjá um að útvega aðila sem tekur á móti þér og sýnir þér bygginguna. Þá er kjörið tækifæri til að fá nánari upplýsingar um skrifstofuna sem þú ert að íhuga, aðstöðuna, nánasta umhverfi, bílastæði og almenningssamgöngur á svæðinu. Þannig getur þú tekið upplýsta ákvörðun um hvort þessi skrifstofa með þjónustu hentar þér.
Hvað þarf ég til að geta sett upp skrifstofu?
Til að tryggja þér nýju einkaskrifstofuna þarft þú að undirrita leyfissamninginn og greiða innborgun. Flestar skrifstofur með þjónustu eru fullbúnar með allri aðstöðu, þráðlausu neti og nútímalegum húsgögnum. Því getur þú flutt inn fljótlega og vandræðalaust. Það eina sem þú þarft að gera er að koma með eftirlætishlutina þína fyrir skrifborðið og koma þér vel fyrir!
Hver er munurinn á skrifstofu með umsjón og skrifstofu með þjónustu?
Við fyrstu sýn virðast skrifstofur með umsjón og skrifstofur með þjónustu vera fremur svipaðar, þar sem báðir valkostirnir bjóða upp á sveigjanlegt skrifstofurými. Skrifstofa með umsjón er autt rými með umsjón. Leigjandinn kemur með eigin húsgögn og sér sjálfur um uppsetningu og vörumerkjalausnir skrifstofurýmisins. Þessum skrifstofum er auðvelt að breyta í rými sem endurspeglar þitt vörumerki. Yfirleitt er lágmarksleigutími þó lengri og samningar fela í sér minni þjónustu.
Skrifstofu með þjónustu fylgir á hinn bóginn allur búnaður, svo sem þráðlaust net, þrifaþjónusta og húsgögn, og þú getur flutt beint inn. Skrifstofur með þjónustu eru oft staðsettar í viðskiptamiðstöðvum með sameiginlegu eldhúsi og vinnustofum. Þessar skrifstofur höfða oft til aðila sem kjósa mikinn sveigjanleika og tækifæri til tengslamyndunar.
Hvað felur skrifstofa með þjónustu í sér?
Háhraða þráðlaust net, nútímaleg húsgögn, þrifaþjónusta, tækni- og samskiptabúnaður, starfsfólk í móttöku og aðgangur að sameiginlegum svæðum á boð við eldhús og vinnustofur er meðal þess sem innifalið er í skrifstofu með þjónustu. Í sumum skrifstofum hafa leigjendur einnig tækifæri til að nýta sér aukaþjónustu gegn greiðslu, svo sem prentun, ljósritun, símsvörun og aðstoð við umsýslu. Aðstaðan sem boðið er upp á getur verið misjöfn eftir þjónustuveitum. Gættu þess að kynna þér vel hvað er innifalið í samningnum.
Hvernig get ég kannað hvort skrifstofa er laus?
Þegar þú leggur inn fyrirspurn kanna sérfræðingar okkar hvort skrifstofan með þjónustu eða sameiginlega vinnusvæðið sem þú valdir er í boði. Við getum einnig boðið þér aðrar skrifstofur til leigu með hliðsjón af þínum óskum.
Hvernig gengur leiguferli á skrifstofu fyrir sig?
Leitin að draumaskrifstofunni byrjar með því að þú notar Easy Offices til að leita að skrifstofu eða sameiginlegu vinnusvæði á yfir 5.400 stöðum um allan heim. Vefsvæðið okkar gerir þér kleift að sía leitarniðurstöður eftir stærð og staðsetningu. Með því að fylla út stutt eyðublað á netinu getur þú fengið sérsniðið tilboð. Þú getur einnig bókað skoðun á skrifstofu gegnum vefsvæðið okkar.
Þá geturðu einnig hringt í okkur og nýtt þér sérþekkingu teymisins okkar án endurgjalds. Það eina sem þú þarft að gera að segja okkur hvar þú vilt helst vera og hversu margir starfsmenn eiga að komast fyrir, og við hjálpum þér að finna réttu lausnina. Þegar þú hefur fundið nýja sveigjanlega skrifstofurýmið þitt þarf aðeins að undirrita leyfissamning og greiða innborgun og þú getur flutt inn!
Hverjir eru kostir skrifstofu með þjónustu?
Helstu kostir skrifstofu með þjónustu eru meðal annars sú staðreynd að fyrirtæki fá fullbúið og sveigjanlegt rými til lengri eða skemmri tíma. Skrifstofur til leigu henta sérlega vel fyrir sprotafyrirtæki, lítil og meðalstór fyrirtæki og stór fyrirtæki sem þurfa að taka á móti starfsfólki eða ráðgjöfum til skemmri tíma. Þannig vex rýmið með fyrirtækinu. Öll aðstaða og búnaður fylgir með. Því þarft þú ekki að eyða orkunni í þrifaþjónustu, húsbúnað eða viðhald á skrifstofurýminu heldur getur þú einbeitt þér að starfinu og nýtt þér þægilega viðbótarþjónustu eftir þínum þörfum.
Hvað kostar að leigja skrifstofu?
Kostnaður við skrifstofu á leigu er breytilegur og tekur mið af staðsetningu, stærð og aðstöðu sem þjónustuveitandi býður upp á. Lengd samningsins getur einnig haft áhrif á verðið sem þú greiðir; samningar til lengri tíma eru oft hagstæðastir. Ráðgjafar Easy Offices eru sérfræðingar í að finna hagkvæm vinnusvæði sem henta þínum þörfum – leggðu inn fyrirspurn gegnum vefsvæði okkar og við höfum samband fljótlega.
Hvaða skrifstofupakka bjóðið þið upp á?
Við veitum gjaldfrjálsa og óháða ráðgjöf til að hjálpa þér að finna skrifstofu með þjónustu sem hentar þér best. Þegar þú sendir inn fyrirspurn meta eignasérfræðingar okkar fyrst hvers konar skrifstofur gætu hentað þér áður en þeir framkvæma ítarlega leit á eignum á skrá og finna fjölbreytta valkosti fyrir þig. Við getum einnig skipulagt skoðun fyrir þína hönd, sem eignaveitan framkvæmir.
Hvernig á ég að finna skrifstofu?
Við leit á netinu tekur ekki langan tíma að finna úrval fullbúinna vinnusvæða. Oftast er það meiri áskorun að finna rétta skrifstofurýmið. Hér kemur Easy Offices til aðstoðar. Sérfræðingar okkar hafa góðan skilning á skrifstofumarkaðnum og aðstoða við alla þætti. Finndu fullkomna skrifstofu með fundaraðstöðu eða sameiginlegt vinnusvæði sem hentar þínu fyrirtæki, óháð stærð þess, staðsetningu eða atvinnugrein.
Hversu mikilvægt er að velja rétta skrifstofu og hvaða fríðindi eru í boði?
Góð skrifstofa gegnir lykilhlutverki í öllum fyrirtækjum, sérstaklega þegar haft er í huga hve löngum tíma við eyðum í vinnunni. Einkaskrifstofa eða sameiginlegt vinnusvæði er hvort tveggja kjörið til að auka einbeitingu og afköst. Þú ferð í vinnugírinn og losnar við erilinn á heimilinu eða kaffihúsinu. Með réttu skrifstofunni sem hönnuð er til að styrkja sköpunargáfuna og stuðla að auknu samstarfi getur þú aukið hugmyndaflæðið, stuðlað að teymisvinnu og vexti um leið og viðskiptavinir sem eiga leið hjá fá jákvæða upplifun. Skrifstofu með þjónustu fylgir þrifa- og viðhaldsþjónusta, sem gefur þér meiri tíma til að einbeita þér að því að styrkja fyrirtækið þitt.
Hvað er sveigjanlegt skrifstofurými?
Sveigjanlegt skrifstofurými er tilbúið til notkunar fyrir þig og teymið þitt, með húsgögnum, síma og þráðlausu neti. Þessi rými eru oft í byggingum þar sem er aðgangur að hentugri aðstöðu á borð við setustofur, eldhús og jafnvel kaffihús. Þau henta vel þeim sem vilja síður skuldbinda sig til að leigja hefðbundna skrifstofu og annað sem því fylgir en kjósa frekar einfaldari lausn. Annar kostur sveigjanlegra skrifstofa með þjónustu er sá að sjálfstætt starfandi einstaklingar, sprotafyrirtæki og lítil og meðalstór fyrirtæki hafa möguleika á því að stækka við sig, flytja eða bæta við sig aðstöðu á vegum þjónustuveitunnar, til dæmis bóka fundarherbergi eftir þörfum eða fá aðstoð við umsýslu, allt án fyrirhafnar.